Dags gönguferðir

Dæmi um dagsgönguferðir gætu verið á:

  • Ok – þá er gengið frá Kaldadal upp á fjallið og tekinn hringur á gígbrúninni. Af Oki er víðsýnt í björtu veðri.
  • Upp með Hringsgili í Húsafelli á Reyðarfell og þaðan áfram mögulega niður með Bæjargili eða enn austar um Selgil.
  • Eftir Tungu endilangri og með hlíðarfæti til baka
  • Upp með Rauðsgili, vaðið yfir ána og gengið á Búrfell. Þó Búrfell sé eingöngu tæpir 400 m.y.s. er víðsýnt af fjallinu á góðum degi. Lengd ferðar háð því hve langt er gengið upp með ánni.