Dílaskarfur

Seinni hluta janúar fylgdi þessi dílaskarfur (Phalacrocorax carbo) Reykjadalsá upp undir Reykholt, rúma 30 km frá sjó. Þar lifði hann góðu lífi á laxaseiðum í volgum lækjum við Reykholt. Það voru víst ekki allir jafn ánægðir með þessa veislu og var fuglinn flæmdur í burtu.  Eins og sjá má leið honum prýðisvel á svæðinu.

Dílaskarfur við Reykholt