Seinni hluta janúar fylgdi þessi dílaskarfur (Phalacrocorax carbo) Reykjadalsá upp undir Reykholt, rúma 30 km frá sjó. Þar lifði hann góðu lífi á laxaseiðum í volgum lækjum við Reykholt. Það voru víst ekki allir jafn ánægðir með þessa veislu og var fuglinn flæmdur í burtu. Eins og sjá má leið honum prýðisvel á svæðinu.
Fuglalíf
Í nótt, 23. febrúar 2017 féll fyrsti snjór hér í langan tíma og fuglarnir þyrpast að hvernum, þar sem þeir eiga finna nóg að éta. Starrahópur heldur til við hverina og trén við bæinn hjá mér, auk þess hafa skógarþröstur og músarrindill hér vetursetu