Lítill hópur auðnutittlinga nærist og hvílist í garði mínum. Það er gaman að fóðra þessa litlu vini og kjörið að æfa sig í að taka myndir af þessum fuglum, þó þeir séu nú kvikir og lítið fyrir að sitja lengi kyrrir.
Vorjafndægur
Það er ákveðin eftirvænting í lofti þegar vorjafndægri er náð, frá þeim tíma lengist dagurinn með tilheyrandi gróanda. Í dag átti ég leið niður í sveit, milt veður og skýjahula í lofti, en þó mátti grilla í sólina.