Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn heillar marga, bæði eigendur, landsmenn  yfirleitt og ferðamenn ekki síst.  Undir Hestfjalli í Borgarfirði má m.a. sjá nokkur vel alinn hross, sem ófáir staldra við til að mynda og hér má sjá nokkrar myndir frá góðum degi í mars byrjun.

Hestar í girðingu undir Hestfjalli
Hestur undir Hestfjalli
Hestur undir Hestfjalli

Fossar í Rauðsgili

Annan mars 2017  rölti ég upp með Rauðsgili, í stilltu veðri og hitinn við frostmark. Þegar ég var komin upp að Einiberjafossi, ruddi áin sig allt í einu með miklum látum og á einu vetfangi varð fossinn kolmórauður. Eftir nokkrar mínútur jafnaði rennslið sig og fossinn varð aftur tær. Gaman að verða vitni að þessu, svona úr hæfilegri fjarlægð.

Einiberjafoss í Rauðsgili 2/3 2017
Allt í einu ruddi áin sig með tilheyrandi látum
Mórauður foss um studn