Í nótt, 23. febrúar 2017 féll fyrsti snjór hér í langan tíma og fuglarnir þyrpast að hvernum, þar sem þeir eiga finna nóg að éta. Starrahópur heldur til við hverina og trén við bæinn hjá mér, auk þess hafa skógarþröstur og músarrindill hér vetursetu
Músarrindill
Þessi litli félagi, músarrindillinn (Troglodytes troglodytes) hefur dvalið í grennd við bæjarhús okkar í vetur, jafnvel troðið sér inn á bílaverkstæði bóndans þegar illa áraði. Þennan dag vorum við bæði að njóta sólar, fuglinn og ég.