Vetrarblóm

Vetrarblóm – Saxifraga oppositifolia er ljúfur vorboði, blómstrar frá lokum mars fram í maí og gaman að ganga fram á, þegar tölt er um fjöll og hlíðar snemma vors.

Vetrarblóm – Saxifraga oppositifolia

Belgisteinn í Hálsasveit

Belgisteinn er tröllatak, sem bráðnandi ísaldarjökullinn skildi eftir á jökulrispaðri basalt klöpp.  Frá ákveðnu sjónarhorni sé ég svip af félaga Snoopy, sérstaklega á sumrin, þegar grasbrúskur á kollinum myndar hárbrúsk.

Belgisteinn í Hálsasveit
Belgisteinn – Snoopy