Annan mars 2017 rölti ég upp með Rauðsgili, í stilltu veðri og hitinn við frostmark. Þegar ég var komin upp að Einiberjafossi, ruddi áin sig allt í einu með miklum látum og á einu vetfangi varð fossinn kolmórauður. Eftir nokkrar mínútur jafnaði rennslið sig og fossinn varð aftur tær. Gaman að verða vitni að þessu, svona úr hæfilegri fjarlægð.
Aurora borealis – Norðurljós 1. mars 2017
Í marsbyrjun dönsuðu norðurljósin sem aldrei fyrr, kvöld eftir kvöld og var gaman að njóta þeirra. Hér er dæmi um norðurljós, tunglið og venus yfir Breiðavatni í Hálsasveit