Annan mars 2017 rölti ég upp með Rauðsgili, í stilltu veðri og hitinn við frostmark. Þegar ég var komin upp að Einiberjafossi, ruddi áin sig allt í einu með miklum látum og á einu vetfangi varð fossinn kolmórauður. Eftir nokkrar mínútur jafnaði rennslið sig og fossinn varð aftur tær. Gaman að verða vitni að þessu, svona úr hæfilegri fjarlægð.