Miðlungs gönguferðir

Hér er tekið dæmi um Rauðsgil í Hálsasveit, en auk þess eru t.d. margar góðar gönguleiðir í landi Húsafells og nágrenni

Á Rauðsgili fæddist Jón Helgason (1899-1986)
síðar prófessor í Kaupmannahöfn og forstöðumaður
og heitir eitt af þekktari ljóðum hans „Á Rauðsgili“.

Einiberjafoss í Rauðsgili

Hér ólst Júlíana Jónsdóttir upp (1838-1918), sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljoðabók (Stúlka 1876)

Gengið upp með fossaröð í Rauðsgili að Einiberjafossi, um 146 m hækkun og 4,5 km fram og til baka, þægileg 2 klst ganga, sjá slóð á wikiloc

Gengið upp með fossaröð í Rauðsgili að Tröllafossi, 4 – 5 tíma gangur með náttúruskoðun, hækkun 235 m og vegalengd 8,4 km, sjá slóð á wikiloc