Ég heiti Þórunn Reykdal, er menntaður leiðsögumaður, líffræðingur, kennari og skólastjórnandi. Ég hef búið og starfað í uppsveitum Borgarfjarðar frá 1979 og hef nú snúið mér að leiðsögn á íslensku, ensku, Norðurlandamálum (dönsku, norsku, sænsku) og svolítið á þýsku.
Lögð er áhersla á rólegheit, náttúruskoðun, sögu og menningu svæðisins og eru gönguferðir sniðnar að þörfum þínum innan SAGA jarðvangs eða annars staðar í Borgarfirði.
Einnig er boðið upp á leiðsögn með því að slást í för í bíl þinn eða rútu um Borgarfjörð og/eða Snæfellsnes.
Áhugamál mín eru útivera og náttúruskoðun, ljósmyndun, handverk og tónlist.
netfang: [email protected]
GSM: 8946171